Hleð Viðburðir
  • Þessi event er liðinn

Skyndihjálparnámskeið – dagur 1

Um viðburðinn:

Skyndihjálparnámskeið í umsjón hinnar þaulreyndu Laufeyjar Elísabetar Gissurardóttur sem hefur kennt skyndihjálp í þrjá áratugi, námskeiðið er yfir tvo daga og samanstendur af 12 kennslustundum um ólík atriði í skyndihjálp. Í lok námskeiðs fá þau sem ljúka því skyndihjálparskírteini sem nálgast má rafrænt á vef rauða krossins.

Stjórnendum útilífsskóla sumarið 2022 er skylt að hafa gild skyndihjálparréttindi og er haldið sérstaklega í undirbúningi fyrir útilífsskóla skátafélaganna en er opið öllum.

Námskeiðið verður haldið í Skátamiðstöðinni, Hraunbæ 123, dagana 21. og 22. maí klukkan 09:00-15:00
Boðið verður upp á léttar veitingar á námskeiðinu en athygli er vakin á matsölustöðum í nálægð við Skátamiðstöðina.

Námskeiðið kostar 9.900 krónur og eru námskeiðsgjöld innheimt að námskeiði loknu.

Þau sem hafa áður sótt námskeiðið og sækjast eingöngu eftir upprifjun mæta aðeins fyrri daginn og fá þannig skyndihjálparskírteini sín endurnýjuð. Verð fyrir þau sem eru í upprifjun er 4.500 krónur.

Staðsetning viðburðar á korti

Klst

Min

Sek

Lykilupplýsingar

Dagsetning:
21/05/2022
Tími
09:00 - 15:00
Aldurshópar:
Rekkaskátar, Róverskátar, Eldri skátar

Staðsetning

Skátamiðstöðin
Hraunbær 123
Reykjavík, Reykjavík 110 Iceland
+ Google Map
Sími:
5509800
Vefsíða:
View Staðsetning Website