Hleð Viðburðir
  • Þessi event er liðinn

JOTA-JOTI

joti jota logo featured image

Um viðburðinn:

Alheimsmót skáta í loftinu og á internetinu, eða JOTA/JOTI eins og það er skammstafað á ensku, er skátamót þar sem skátar frá öllum heimshornum fá tækifæri til að hittast á skátamóti þó þau séu stödd á mismunandi stöðum í heiminum. Á mótinu gefst skátum allsstaðar að úr heiminum tækifæri til þess að kynnast og gera ýmislegt saman gegnum veraldarvefinn eða með fjarskiptabúnaði. Mótið er á vegum WOSM, heimssamtaka skáta.

JOTA-JOTI er stærsti skátaviðburðurinn sem er haldinn í heiminum, en árið 2015 tóku yfir 1 milljónir skáta þátt í yfir 150 löndum! Nú verður mótið haldið 16.-18. október og á meðan mótið stendur yfir gefst skátum 13 ára og eldri tækifæri til að taka þátt í fjölbreyttri og skemmtilegri dagskrá í þema hinna ólíku dagskrárþorpa sem mynda hið rafræna mótsvæði. Meðal annars verða sýningar í beinni, hæfileikakeppni, fjöltungusamtöl, spurningakeppnir, lifandi varðeld frá mismunandi stöðum í heiminum og miklu, miklu meira. Þú getur skoðað það sem er í boði hér.

Áhersla í allri dagskrá mótsins er að vera saman á þessum erfiðu tímum og við hvetjum alla áhugasama til að taka þátt í þessu skemmtilega móti.

Svona tekur þú þátt:

  1. Þú segir foreldra/forráðamanni frá viðburðinum og hvað þú ætlar að gera á netinu
  2. Þú býrð til aðgang eða skráir þig inn á scout.org 
  3. Þú tekur netnámskeið í netöryggi
  4. Kannar mótsvæðið og tekur þátt í því sem vekur áhuga hjá þér 🙂

Ef einhverjar spurningar vakna ekki hika við að hafa samband við Skátamiðstöðin, s. 550-9800

Klst

Min

Sek

Lykilupplýsingar

Byrjar:
16/10/2020
Endar:
18/10/2020
Aldurshópar:
Róverskátar, Eldri skátar, Drekaskátar, Fálkaskátar, Dróttskátar, Rekkaskátar
Vefsíða:
https://www.jotajoti.info/

Staðsetning

Á netinu

Skipuleggjandi

Jota-Joti
Vefsíða:
View Skipuleggjandi Website