Skátafélög eru hvött til þess að halda sjálfsmatsfund einu sinni á ári með stjórn og foringjum, jafnvel elstu skátunum. Fundinn þarf að undirbúa með góðum fyrirvar og ráðlagt er að umræðustjórnandi sé einhver utan félagsins.. Félagaráð BÍS býðst til þess að senda umræðustjórnanda á sjálfsmatsfundi skátafélaga. Skátafélög geta óskað eftir því að ráðið veiti frekari aðstoð við úrvinnslu sjálfsmatsins eða komi oftar (hafið samband HÉR). Reynt verður að mæta þeim óskum.

Undirbúningur

Boðið tímanlega stjórn og foringja á sjálfsmatsfund (félagsráð). Gera má ráð fyrir að hann taki 2-3 klukkustundir. Ef hópurinn er stór (fleiri en 8) þarf fundaraðstaðan að vera þannig að hægt sé að skipta hópnum upp í 4-8 manna hópa.

Fyrir fundinn þarf að prenta út gögn og/eða geta sýnt þau með skjávarpa.: (1) Sjálfsmat skátafélaga – Tafla, (2) Upplýsingasíður fyrir hvern reit, (3) Atkvæðaseðla.

Framkvæmd

1. Kynning á sjálfsmati. Taflan og upplýsingasíður eru kynntar og þá sérstaklega árangursvísarnir. Þeir eru til viðmiðunar þegar skátarnir ákveða hvar þeim finnst að þeirra skátafélag sé statt með því að ákveða lit reitanna. Farið er yfir hvernig umræðan um reitina fer fram.

2. Sjálfsmatið sjálft (byrjið á að kynna ykkur gögnin sem notuð verða).

Fundur með færri en 8 manns: Í sameiningu ræða skátarnir hvern reit sjálfsmatsins. Hópurinn kemst að sameiginlegri niðurstöðu um hvaða litur eigi við hvern reit.

Fundur með fleiri en 8 manns: Fundagestir skipa sér í nokkra 4-8 manna hópa. Dálkum í töflunni (Sjálfsmat skátafélaga – Tafla) er skipt á milli hópanna. Í litlu hópunum er farið yfir sína dálka og komist að sameiginlegri niðurstöðu hvaða litur endurspegli best stöðu félagsins  Þegar hóparnir hafa klárað sína dálka hittast allir fundargestirnir til þess að hlýða á kynningu hópana á niðurstöðunum. Það geta skáta lagt fram tillögur um að breyta þeim lit sem einstaka reitir fengu. Þá er tillagan rædd af öllum hópnum og komist að niðurstöðu.

3. Hópurinn ákveður 2-3 reiti til þess að einbeita sér að því að bæta. Hér er líka hægt að velja skáta í umsjónarhóp sjálfsmatsins.

Til umræðustjórnanda: Fundargestir þurfa að hafa aðgang að upplýsingasíðunum reitanna (hægt að hafa skjalið opið í tölvum, útprentað eða varpa á tjald). Hafðu í huga að umræður um reitina verða að vera stuttar svo fundurinn dragist ekki á langinn. Tímastjórnun skiptir miklu máli á fundinum.

Næstu skref

Geymið niðurstöður sjálfsmatsins á góðum stað. Skátafélagið ákveður sjálft hvort það sendi Félagaráði BÍS niðurstöðurnar en þær gagnast ráðinu til þess að greina hvernig hægt er að aðstoða skátafélög á landinu. Best er að gera það með því að taka mynd af niðurstöðunum og senda á felagarad [hjá] skatar.is.

Í lok fundarins var ákveðið hvaða reiti félagið ætlaði að einbeita sér að því að bæta á komandi misserum. Ráðlagt er að félagið stofni 2-3 manna hóp sem samanstendur bæði af skátum í stjórn og foringjahóp til þess að leiða verkefnið. Hann myndi gera áætlun um úrbætur og kynna sér þær leiðir sem hægt er að fara til þess að bæta þau atriði sem voru valin. Hafið í huga að gera áætlunina sýnilega í skátaheimilinu og/eða á vefsíðu félagsins. Mikilvægt er að virkja allt félagsráðið til þess að ná settum markmiðum.

Gott getur reynst að skapa hefði í félaginu fyrir því að sjálfsmatið sé tekið fyrir einu sinni á ári. Þetta er hægt að gera í kringum einhvern viðburð í starfi félagsins eða í ákveðnum mánuði. Sjálfsmatið er lifandi verkefni sem nýtast á til þess að félagsráðið rýni í starf félagsins og skoðið það með gagnrýnum augum. Þannig er sífellt hægt að bæta starfið og hlúa að þeim þáttum sem vel er staðið að.

Scroll to Top