LOGO cropp fyrir vefinnSjálfsmat skátafélaga er aðferð til að:

–  finna styrkleika skátafélagsins,
–  ræða hvað má gera betur í starfinu,
–  setja viðráðanleg markmið og
–  fá tillögur að leiðum til að ná þeim markmiðum.

Sjálfsmatið er byggt á dönskum og breskum hugmyndum og aðlagað að íslenskum aðstæðum með aðstoð nokkurra skátafélaga innan BÍS. Markmið sjálfsmatsins er að bæta starfið í félaginu og gera það markvissara. Sjálfsmatið er hægt að nota árlega til að styrkja innra starf skátafélagsins þar sem stjórn og foringja ræða saman á markvissan hátt. Félagaráð getur aðstoðað við umræðurnar, setja raunhæf markmið og finna leiðir.

tafla án header
Sjálfsmatstaflan (ýtið á myndina til að opna)

Gert er ráð fyrir að skátafélög haldi árlega sjálfsmatsfundi þar sem stjórn og foringjar ræða saman um stöðu félagsins. Mikilvægt er fyrir félagið vinna markvisst úr niðurstöðum þessa fundar og setji sér markmið. Mikið efni er til sem skátafélögin geta nýtt sér til þess að ná settum markmiðum. Mikið af efni er til sem getur nýst sem leiðir að markmiðum. Hvert skátafélag þarf að finna hverjar þeirra nýtast þeim.

Markmiðið með Sjálfsmati skátafélaga er að félög séu sífellt vakandi fyrir því hvað megi betur fara í starfi þess og vinni markvisst að úrbótum. En jafnframt að draga fram þá styrkleika sem félagið býr að og nýta þá í starfi félagsins.

Scroll to Top