Félagaráð ber ábyrgð á þjónustu og stuðningi við skátafélögin í landinu, sérstaklega stjórnir og félagsráð. Í þessu getur meðal annars falist aðstoð við áætlanagerð, stefnumótun og samskipti við sveitarfélög eða aðra samstarfsaðila, en einnig aðstoð við samskipti innan félagsins eða stjórnarinnar, úrlausn erfiðra málefna eða það að útvega leiðbeinanda fyrir foringjaþjálfun félagsins.

Félagaráð hefur þróað Sjálfsmat skátafélaga sem er tæki  fyrir skátafélög til að greina styrkleika sína og veikleika. Þessu tengt býðst mikið úrval af stuðningsefni fyrir skátafélögin. Ráðið aðstoðar skátafélög við að framkvæma sjálfsmat og vinna úr niðurstöðum þess ef þess er óskað.

Félagaráð ber einnig ábyrgð á tengslum stjórnar BÍS við skátafélögin í landinu. Það er skipað 4 kjörnum fulltrúum ásamt aðstoðarskátahöfðingja sem jafnframt er formaður þess.

Í Félagaráði sitja

Fríður Finna Sigurðardóttir, aðstoðarskátahöfðingi.
Anna Marta Söebech
Auðna Ágústdóttir
Elmar Orri Gunnarsson
Rúnar Geir Guðjónsson

Önnur verkefni

Stjórnarnámskeið
Jafnrétti og skátastarf

SENDU OKKUR LÍNU!


Þú getur auðveldlega haft samband við Félagaráð með því að fylla út fyrirspurnarformið hér að neðan og við svörum þér um hæl!

secure code
Scroll to Top