Líkan

Þú ert hér

0

Um verkefnið

Verkefnanúmer: 
VE80

Verkefnaflokkur: 

Hópastærð: 

Árstíð: 

Staðsetning: 


Markmið verkefnis

Að auka tilfinningu fyrir umhverfi og landslagi. Nota hugmyndaflug til að móta þekkingu sína í hin ýmsu efni og leggja við heildarmynd félaga í skátaflokknum.


Lýsing á verkefni

Líkan er hægt að búa til á skömmum tíma en það er einnig hægt að hafa sem langtímaverkefni. Flokkurinn getur skipt með sér verkum, t.d. að koma fyrir því efni sem þarf að nota meðan aðrir meta hæð umhverfis og bygginga. Nota skal jarðveg, lauf af trjám og bara allt sem flokknum dettur í hug til að skapa. Gott er að byrja á því að taka afrit gegnum þunnan pappír af stækkuðum hluta þess landslags sem móta á. Það auðveldar mótun í nákvæmum hlutföllum. Notagildi slíks korts gæti verið að glöggva sig á því landslagi sem næsta útilega verður í, eða gönguferð verður farin um. Áður en verkið hefst ræðir foringinn verkefnið, sérkenni landslagsins, ríkjandi veður og áhrif þess, t.d. á gróður.

 

Undirbúningur

Flokkurinn fundar, velur það landslag sem móta á og rökstyður þörfina fyrir framkvæmd, gerir tímaáætlun og tryggir sér stað þar sem hægt er að vinna verkefnið án þess að valda truflun eða verða fyrir truflun. Hópurinn skiptir síðan með sér verkum því eitt og annað þarf að útvega til að skapa nýtt land.

 

Framkvæmd

Þegar allir hafa skilað sínu vinnuframlagi ætti að vera risið nýtt fjall eða tjaldsvæði sem skemmtilegt verður að skipuleggja með útilegu í huga. Ef tök eru á er gaman að eiga mynd af listaverkinu og höfundum þess.

 

Mat

Ástæða er til þess, þegar verkefninu er lokið, að fara yfir ýmsa þætti þess og ræða tilgang og árangur. Hvernig gekk að útvega efni og hvernig nýttist það efni sem notað var. Voru þátttakendur allir jafn virkir og hvernig leit sköpunarverkið út? Var verkið skemmtilegt? Hvað lærðu skátarnir?

 

 Deildu Verkefninu


Efni og búnaður

Tölva, myndvarpi, tréplata, 5 stórir pappakassar, litir, hnífur, skæri, eldspýtur, filt, náttúrulegt efni til að skreyta með, sandur, lím, pappír, tinþynna, leður, límband, fjölfræðibók, kort.


Ítarefni


Stikkorð


0 athugasemdir

Skrifaðu athugasemd


Plain text

  • Engin HTML tög eru leyfileg.
  • Vefsíðum og netföngum er sjálfkrafa breytt í tengla.
  • Línur og málsgreinar brotna upp sjálfkrafa.

Verkefnasíun

Sláðu inn leitarorð sem er að finna í lýsingu verkefnis

Í UMRÆÐUNNI

Nýleg ummæli