Söngvar

Þú ert hér

SKÁTASÖNGVAR

Margir skátasöngvar eru sameign þjóðarinnar og eru í huga margra eitt helsta tákn fyrir skátastarf.

Söngur og skátastarf hafa tengst órjúfanlegum böndum í gegnum árin. Íslenskir skátar eru lánsamir að hafa innan sinna raða snjalla höfunda söngtexta sem hafa auðgað hreyfinguna með því að gefa henni ógleymanlegar perlur sem geyma minningar um allt hið dýrmætasta í skátastarfi. Söngvarnir eru ekki einungis söngtextar heldur eru þeir ungum skátum hvatning og fyrirmynd í starfi. Þeir vísa leiðina. Margir skátasöngvar eru sameign þjóðarinnar og eru í huga margra eitt helsta tákn fyrir skátastarf.


Skátasöngbókin og Birta við varðeldinn

Í Skátasöngbókinni er að finna helstu skátasöngva sem sungnir hafa verið af íslenskum skátum í gegnum tíðina. Flest allir söngvarnir eru með nótum og gítargripum. Bókin fæst í Skátamiðstöðinni en þú getur nálgast rafræna útgáfu hér:

Opnaðu Skátasöngbókina hér

Bókin Birta við varðeldinn er aðgengileg kennslubók fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í gítarleik. Í bókinni eru fjölmargir söngvar með gítargripum ásamt margvíslegum leiðbeiningum og kennsluefni.

Opnaðu Birtu hér


Gítargrip.is

Á vefsíðunni Gítargrip.is er að finna mikið af skátasöngvum með gítargripum. Innskráðir notendur hafa einnig aðgang að íslensku efni með gítarkennslu. 

Hér er hlekkur á gítargrip


Fræðsla

Ertu í vandræðum með að stilla gítarinn þinn? Kíktu á þessa síðu – hér er margskonar fróðleikur:

https://gitarskoli.wordpress.com/nemendasvaedi/ad-stilla-gitarinn/

Ásláttur á gítar er margvíslegur og mikilvægt að kunna skil á að minnsta kosti nokkrum aðferðum – hér eru dæmi:

https://gitarskoli.wordpress.com/nemendasvaedi/aslattur/

Gítarplokk er skemmtileg aðferð við að leika á gítar. Til eru ýmsar aðferðir og hér má sjá nokkur dæmi:

https://gitarskoli.wordpress.com/nemendasvaedi/ad-plokka/