Egill Skallagrímsson

Þú ert hér

0

Um söguna

Sögunúmer: 
SÖ54

Táknræn umgjörð: 


Sagan

Þegar Egill Skallagrímsson var þriggja ára var hann mikill og sterkur sem þeir sveinar er voru sex eða sjö ára. Hann var bæði málugur og orðvís. Yngvar afi Egils bauð Skallagrími til boðs í Álftanes. Egill vildi fara til boðsins líka en föður hans þótti hann ekki nógu góður í fjölmenni og því þurfti Egill að sitja heima. Egill undi því illa, sótti dráttarklár, fór á bak og reið á eftir þeim Skallagrími, yfir holt og skóga. Honum varð ógreiðfært um mýrarnar því hann rataði illa en það er frá ferð hans að segja að hann kom heim að Álftanesi seint um kvöldið og gekk í stofu. Þar tók Yngvar afi hans vel við honum og setti hann næst sér. Egill orti vísu þar sem segir að hann sé fyrir dugnað sinn kominn heim til Yngvars afa, sem sé örlátur og gjöfull maður og að eigi finnist betra þriggja ára skáld en hann. Þakkaði Yngvar Agli vísuna og færði honum góðar gjafir að skáldskaparlaunum. Egill þótti  mikið víkingsefni. Hann orti „Það mælti mín móðir" 
Það mælti mín móðir,
at mér skyldi kaupa
fley ok fagrar árar
fara á brott með víkingum,
standa upp í stafni,
stýra dýrum knerri,
halda svá til hafnar,
höggva mann og annan.
                                   Egils saga Skallagrímssonar 

 Deildu sögunni


Stikkorð


0 athugasemdir

Skrifaðu athugasemd


Plain text

  • Engin HTML tög eru leyfileg.
  • Vefsíðum og netföngum er sjálfkrafa breytt í tengla.
  • Línur og málsgreinar brotna upp sjálfkrafa.

Í UMRÆÐUNNI

Nýleg ummæli