Allar tilkynningar og annað sem skrifað er.

Til þeirra sem vilja kynna áhugaverða hluti á Skátaþingi 2017

Á Skátaþingi 2017 verða fjölmargir möguleikar til þess að koma á framfæri áhugaverðu efni til þingfulltrúa.

Sérstaklega viljum við benda á að unnt er að fá aðstöðu til þess að setja upp „kynningarbás“ og einnig er dagskrárliður á laugardag þar sem hægt er að vera með stutta kynningu í þingsal.

Ennþá er hægt að óska eftir að áhugaverð málefni verði tekin til umfjöllunar í umræðuhópum þingsins.

Þeir sem áhuga hafa á að setja upp kynningarbás eru beðnir að tilkynna það fyrir 1. mars með tölvupósti til jon@skatar.is.  

Þeir sem hafa áhuga á þvi að taka til máls í dagskrárliðunum „kynningar“ eru beðnir að hafa samband við sigridur@skatar.is sem fyrst. Tekið skal fram að ef kynning á að vera á skjá þarf að skila efninu á minniskubbi á föstudeginum (10. mars).

Í ljósi breyttra aðstæðna, þar sem sitjandi formaður fræðsluráðs hefur dregið framboð sitt til baka áður en að uppstillingarnefnd lauk störfum sínum, hefur nefndin ákveðið að framlengja frest til framboðs í formennsku fræðsluráðs.
Frestur til framboðs er framlengdur til kl 12:00 á hádegi miðvikudaginn 22. febrúar 2017, með fyrirvara um samþykki Skátaþings á þeim framboðum sem berast eftir að áður auglýstum framboðsfresti lauk.

Framboðin skulu berast til uppstillingarnefndar á netfangið uppstillingarnefnd@gmail.com.
Þetta er samhljóða niðurstaða uppstillingarnefndar á fundi sínum 19. febrúar 2017.

Með bestu kveðjum,
uppstillingarnefnd BÍS